Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvartað yfir hávaða frá áramótagleði
Miðvikudagur 1. janúar 2003 kl. 02:18

Kvartað yfir hávaða frá áramótagleði

Eitthvað hefur borið á kvörtunum yfir hávaða frá áramótagleði íbúa á Suðurnesjum. Nú er algjört logn í Reykjanesbæ, þykkur reykur liggur yfir bænum og ennþá má heyra sprengingar og sjá ljósagang á himni. Pálmi Aðalbergsson, varðstjóri hjá Keflavíkurlögreglunni, segir nýársnóttina fara af stað með hefðbundnu sniði. Fólk sé farið að safnast á þá staði sem bjóða upp á áramótadansleiki og eitthvað sé um gleðskap í heimahúsum.Pálmi sagðist vonast til að allt færi vel fram. Margir sætta sig við skemmtanahávaða á gamlárskvöld en þegar liðið er á nýársnóttina vilja margir fá sinn svefnfrið og þá er gripið til þess að hringja í lögregluna til að fá hana til að róa fólk og leysa upp hávaðasöm samkvæmi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024