Kunnasti köttur Keflavíkur er týndur
Dúsi er örugglega kunnasti köttur Keflavíkur. Hann er mörgum bæjarbúum vel kunnur sem heimiliskötturinn í Duushúsum. Dúsi er týndur en hann hefur ekki sést síðan á föstudag.
Dúsi er alsvört ómerkt læða sem hefst aðallega við í nágrenni Duushúsa. Það er mikill missir af Dúsa en hann gegnir margvíslegum hlutverkum í safninu m.a. því að gleðja unga og aldna safngesti með einstaklega blíðri nærveru sinni.
Þeir sem kunna að hafa orðið Dúsa varir eða hafa einhverjar upplýsingar um hvar hann gæti verið niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 421-3796 (Duushús) eða 894-6724 (Bjössi).
Sá möguleiki er fyrir hendi að kisi hafi lokast einhvers staðar inni og því væri ákaflega vel þegið ef íbúar eða starfsfólk á nálægum vinnustöðum aðgættu hjá sér lokuð rými.