Kúlurnar í Rockville teknar niður?
Svo gæti farið að kúlurnar sem áður skýldu ratsjám Varnarliðsins í Rockville verði teknar niður.
Guðmundur Jónsson í Byrginu staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir. Hann sagði að aðilar hafi komið og tekið út framkvæmdina þar sem menn óttist asbest-mengun af lögnum við kúlurnar. Það sé ódýrara að fjarlægja þær ásamt öllu tilheyrandi en að gera breytingar.
Guðmundur sagðist hafa komið á framfæri mótmælum og viljað að kúlurnar standi áfram enda eru þær frábært kennileiti, mið hjá sjómönnum og síðast en ekki síst merkur gripur á stríðsminjasafni sem fyrirhugað er á Suðurnesjum.
Guðmundur Jónsson í Byrginu staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir. Hann sagði að aðilar hafi komið og tekið út framkvæmdina þar sem menn óttist asbest-mengun af lögnum við kúlurnar. Það sé ódýrara að fjarlægja þær ásamt öllu tilheyrandi en að gera breytingar.
Guðmundur sagðist hafa komið á framfæri mótmælum og viljað að kúlurnar standi áfram enda eru þær frábært kennileiti, mið hjá sjómönnum og síðast en ekki síst merkur gripur á stríðsminjasafni sem fyrirhugað er á Suðurnesjum.