Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kuldi og éljagangur
Mánudagur 2. mars 2009 kl. 08:17

Kuldi og éljagangur


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerur ráð fyrir suðvestan 8-13 m/s og éljum, en hægari vindi síðdegis. Norðaustan 5-10 og úrkomulítið á morgun. Frost 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:

Norðaustan 18-23 m/s og snjókoma norðvestantil á landinu. Mun hægari vindur og úrkomulítið annars staðar, en él A-lands. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.

Á miðvikudag:
Hvöss norðanátt og snjókoma eða él, en þurrt S- og SV-lands. Frost 0 til 8 stig.

Á fimmtudag:

Minnkandi norðanátt, snjókoma eða él N- og A-lands en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið.

Á föstudag og laugardag:

Breytileg vindátt og él víða um land. Vægt frost.

Á sunnudag:
Útlit fyrir norðanátt með snjókomu N- og A-lands.
---

VFmynd/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024