Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kuldakast framundan
Laugardagur 6. janúar 2007 kl. 11:01

Kuldakast framundan

Klukkan 9 var suðlæg átt, víða 3-5 m/s og él en léttskýjað A-lands. Hiti var frá 5 stigum við austurströndina niður í 4 stiga frost á Brú á Jökuldal og í Svartárkoti.

Yfirlit
Um 300 km V af landinu er 968 mb lægð sem mun þokast A með suðurströndinni í kvöld og nótt. Skammt S af Jan Mayen er 970 mb lægð á norðausturleið. Yfirlit gert 06.01.2007 kl. 09:17

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg suðlæg átt, en norðaustan 10-15 norðvestantil með kvöldinu. Léttskýjað á austanverðu landinu, annars él og kólnandi veður. Norðaustan 8-15 og víða snjókoma eða él í nótt, en léttir til S- og SV-lands á morgun. Frost 0 til 8 stig.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Sunnan og síðar austan 3-8 og él. Hiti í kringum frostmark. Norðaustan 8-15 og bjartviðri á morgun. Frost 0 til 5 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024