Kuldaboli í kortunum
Það verður bjart en heldur kalt við Faxaflóann í dag. Veðurspá gerir ráð fyrir norðaustlægri átt, 8-13 m/s og léttskýjuðu að mestu. Norðan 10-15 og él eða snjókoma með köflum á morgun. Hvessir heldur síðdegis. Frost 2 til 10 stig, kaldast í uppsveitum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 5-10 m/s, en norðlægari í kvöld. Léttskýjað að mestu. Norðan 8-15, skýjað og él á morgun. Frost 1 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Norðan og norðaustan 8-15 m/s, en 13-18 norðvestantil seinni partinn. Snjókoma, einkum austanlands, en stöku él suðvestanlands. Frost 0 til 6 stig.
Á fimmtudag:
Norðan og norðaustan 8-13 m/s og víða él, en úrkomulítið suðvestanlands. Dregur úr vindi sunnan- og austantil um kvöldið. Hiti 0 til 3 stig við sjóinn, en annars 0 til 5 stiga frost.
Á föstudag og laugardag:
Austlæg átt með slydduéljum eða skúrum um sunnanvert landið og hlýnar, en annars stöku él og vægt frost.
Á sunnudag:
Austlæg átt með vætu, einkum suðaustanlands, en úrkomulítið á suðvestanverðu landinu. Hlýnandi veður.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustanátt og rigningu víðast hvar á landinu og mildu veðri
---
Ljósmynd/Ellert Grétarsson.