Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kuldaboli á leið í bæinn!
Mánudagur 16. október 2006 kl. 09:25

Kuldaboli á leið í bæinn!

Í morgun kl. 6 var norðaustlæg átt, víða 13-18 m/s, en hægari norðaustanlands. Rigning eða skúrir voru víða um land og sums staðar slydda norðan til. Svalast var við frostmark í innsveitum norðanlands, en hlýjast 8 stiga hiti á Skarðsfjöruvita.

Yfirlit
Skammt suður af Vestmannaeyjum er 1010 mb lægð, sem þokast suðaustur, en yfir A-Grænlandi 1038 mb hæð.


Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustanátt, víða 13-18 m/s og rigning eða súld, en sums staðar slydda fyrir norðan. Dregur smám saman úr vindi síðdegis og léttir til, fyrst norðvestanlands. Hæg norðaustanátt og víða léttskýjað á morgun, en stöku él úti við austurströndina. Kólnandi veður og hiti yfirleitt 0 til 5 stig seinni partinn, en vægt frost inn til landsins í nótt.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 13-18 m/s og dálítil rigning, en hægari síðdegis og léttir til. Norðaustan 5-10 og léttskýjað á morgun. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en kringum frostmark í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024