Krýsuvíkurkirkja brann til grunna
Krýsuvíkurkirkja brann í nótt og er fallin. Hún var 152 ára gömul. Slökkviliðsmenn úr Grindavík nutu liðsinnis félaga sinna af höfuðborgarsvæðinu við að bjarga því sem bjarga varð. Ekki hafa fengist upplýsingar um eldsupptök en ekkert rafmagn var á kirkjunni. Annað hvort er því um íkveikju að ásettur ráði eða fyrir mistök. Útkall vegna brunans barst rétt rúmlega tvö í nótt. Leiðin að kirkjunni er hins vegar torfarin á þessum árstíma og það tók því slökkvilið um hálfa klukkustund að komast á vettvang.
Krýsuvíkurkirkja er í Hafnarfjarðarprestakalli. Kirkjan var reist 1857. Byggð af Beinteini Stefánssyni frá Arnarfelli. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveislu.
Ljósmynd: www.ruv.is