Krúttlegur laumufarþegi í vélinni
Svörtum kettlingi var komið á lögreglustöðina í Reykjanesbæ, eftir að hann hafði gerst laumufarþegi í bifreið.
Svörtum kettlingi var komið á lögreglustöðina í Reykjanesbæ, eftir að hann hafði gerst laumufarþegi í bifreið. Ökumaður hennar hafði ekið nokkurn spöl og heyrt kattarmjálm allan tímann. Þegar ekki varð lengur við unað fór hann að aðgæta hvaðan þetta ákall gæti komið. Í vélarrúmi bifreiðarinnar reyndist kúra lítill svartur kisi, sem lét vel í sér heyra. Lögregla hafði samband við Heilbrigðiseftirlitið á Suðurnesjum sem sótti kettlinginn.