Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Krúttlegur kópur sendur í dýragarð
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 17. janúar 2020 kl. 19:16

Krúttlegur kópur sendur í dýragarð

Síða Lögreglustjórans á Suðurnesjum á fésbókinni logar þessa stundina vegna færslu um selskóp sem fannst í fjöru við Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Í færslunni segir að tekin hafi verið ákvörðun í samráði við yfirdýrahirði hjá Húsdýragarðinum að flytja kópinn þangað til meðhöndlunar.
Kópurinn var sagður þrekaður og að hann hafi hreyft sig óeðlilega. Í Húsdýragarðinum eigi kópurinn að fá fóður og vítamín til að styrkja hann og gefa honum mestu líkurnar á því að lifa af í náttúrunni.

Þegar þetta er skrifað hafa um 100 aðilar skrifað við færslu lögreglunnar og eru flestir á því að það hafi verið mistök að taka dýrið úr náttúrunni og flytja það í dýragarðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Færslu lögreglunnar má sjá hér að neðan.