Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Krúttlegir bangsar í alla sjúkrabíla
Föstudagur 2. janúar 2015 kl. 09:41

Krúttlegir bangsar í alla sjúkrabíla

Á gamlársdag afhentu Keilismenn nýjar birgðir af böngsum til Brunavarna Suðurnesja en bangsarnir eru ætlaðir til huggunar fyrir þau börn sem þurfa á sjúkraflutningum að halda.

Hefð er fyrir því að Kiwanisklúbburinn Keilir gefi bangsa til Brunavarna Suðurnesja, við síðustu afhendingu var tekin sú ákvörðun að gefa þá framvegis í nafni Ævars Guðmundssonar fyrrverandi Keilismanns sem lést árið 2008 Við það tækifæri var bangsi nefndur Ævar, fjölskyldan hans styrkti verkefnið „Kiwanisklukkan“ á hringtorginu á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu og síðan þá hefur verið afhentur styrkur í nafni hans.

Eiður Ævarsson forseti Keilis sá um að afhenda bangsana en hann er einmitt sonur Ævars heitins. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Eiður og Bjarni Rúnar Rafnsson frá Brunavörnum Suðurnesja með bangsana góðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024