Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kröpp staða Reykanesbæjar - segir Samfylking
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundinum í gær, Guðný, Eysteinn og Friðjón. VF-mynd/pket
Miðvikudagur 3. október 2012 kl. 10:48

Kröpp staða Reykanesbæjar - segir Samfylking

Á undanförnum árum hefur fjárhagsstaða Reykjanesbær verið mjög slæm og því hefur verið gripið til þess ráðs að selja eignir til að grynnka á skuldum. Það er ansi dapurt að þurfa að selja eignir til að fjármagna rekstur og fjárfestingar, eignir sem hafa verið í eigu sveitarfélagsins til margra ára. Eignir fyrir á annan tug milljarða hafa verið seldar til að greiða skuldir og koma jafnvægi á rekstur bæjarins, segir í bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

Þrátt fyrir þessa miklu eignasölu þá stefnir í að bæjarsjóður muni skulda um 20 milljarða í lok árs 2012. 
Þrátt fyrir að tekjur hafi aukist verulega einkenndist síðasta 3ja ára áætlun meirihlutans á hallarekstri auk sölu eigna. Þetta hefur EFS (Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga) staðfest nýlega með bréfi til Reykjanesbæjar.
 Nú hafa sjálfstæðismenn lagt fram 3ja ára fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2013 -2015 sem þó reyndar mun einungis gilda í fáeina mánuði vegna þess hversu seint hún er lögð fram. Í henni er gert ráð fyrir að bæjarsjóður skili afgangi og rekstur verði jákvæður næstu þrjú árin. 
Megin breytingarnar er kannski þær að ekki er gert ráð fyrir eignasölu í þessari áætlun til að fjármagna taprekstur. Þess í stað er gert ráð fyrir frestun vaxtagreiðsla í uppgjöri við Eignarhaldsfélagið Fasteign næstu þrjú árin og þannig tekst sjálfstæðismönnum að skila jákvæðri áætlun til 3ja ára.
 B-hluta fyrirtæki Reykjanesbæjar standa í erfiðum rekstri, hafnir Reykjanesbæjar sérstaklega, og ljóst að Reykjanesbær mun þurfa að leggja til fé á næstu árum. Ekki er gert ráð fyrir því í þessari áætlun en gera má ráð fyrir að þess þurfi auk væntanlegrar aðstoðar frá ríkisvaldinu. Þá standa Fasteignir Reykjanesbæjar illa og ljóst er að fjármagna þarf hallarekstur fyrri ára en ekki er heldur gert ráð fyrir því í 3ja ára áætlun sjálfstæðismanna. 
Allt ofangreint undirstrikar hver fjárhagsstaða bæjarsjóðs er kröpp en með miklu aðhaldi og engum nýjum framkvæmdum á næstu árum gæti tekist að halda fjárhagslegu jafnvægi og ná tökum á rekstrarkostnaði.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Friðjón Einarsson, Guðný Kristjánsdóttir, 
Eysteinn Eyjólfsson

.

Árni Sigfússon lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Sjálfstæðismanna:


Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs er að styrkjast úr 20,8% árið 2011 í 35,7% á næsta ári. Þannig hefur eignarstaða bæjarins styrkst - öndvert við fullyrðingar Samfylkingarinnar í bókun.

 Áætlun er samþykkt með 7 atkvæðum meirihlutans, Kristinn Jakobsson greiðir atkvæði á móti, Samfylkingin situr hjá.