Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Krónur í stað dollara: Samkaup opna í gamalli varnarliðsverslun
Þriðjudagur 11. september 2007 kl. 23:12

Krónur í stað dollara: Samkaup opna í gamalli varnarliðsverslun

Undirritaður hefur verið samningur á milli Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf og Samkaupa hf um leigu á húsnæði á starfssvæði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.  Samkaup hyggst opna þar matvöruverslun undir vörumerkinu Samkaup Strax í lok september.  Í verslunni verður lögð áhersla á gott vöruúrval fyrir íbúa svæðisins, rúman opnunartíma auk sérstakrar ritfanga- og skólavörudeildar. Samkaupum hf. er mikil ánægja að fá að taka þátt í því merkilega uppbyggingarstarfi sem unnið er að í gömlu herstöðinni og mun leggja áherslu á að þjónusta nýja íbúða svæðisins vel.

Verslunarstjóri í hinni nýju verslun er Svanhvít Jóhannsdóttir.

Um Samkaup
Samkaup hf. rekur rúmlega 40 verslanir um land allt en skrifstofur félagsins eru í Keflavík og á Akureyri. Verslanirnar skiptast í fjórar keðjur eftir vöruúrvali og þjónustustigi; Samkaup úrval, hverfaverslanir Samkaup strax og lágvöruverðsverslanir heita Nettó og Kaskó. Hjá Samkaupum hf. starfa 800 starfsmenn. Framkvæmdastjóri Samkaupa hf. er Sturla Eðvarðsson og  forstöðumaður verslunarsviðs er Kjartan Már Kjartansson.

 

Mynd: Kjartan Eiríksson frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og Sturla Eðvarðsson frá Samkaupum handsala leigusamninginn í dag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024