Krónan og hækkun hlutabréfa
Ekki er að sjá að krónan sé að veikjast á næstu mánuðum þó spár segir til um einhverja lækkun á næstu tólf mánuðum og þá er mikil hækkun hlutabréfa í Kauphöll Íslands mjög eðlileg. Þó er ekki hægt útiloka minni hraða á þeirri hækkunarsveiflu á næstu mánuðum.
Þetta er niðurstaða í tveimur erindum á Fjármálaráðstefnu Landsbankans í Listasafni Reykjanesbæjar, Duus húsum í gær. Frummælendur voru þau Björn R. Guðmundsson úr Greiningardeild Landsbankans en hann fjallaði um stöðu íslensku krónunnar og þróun hennar. Hinn frummælandinn var Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans og fjallaði hún um mikla hækkun hlutabréfa.
„Stærsta breytingin varðandi gengið er að nú getur nafngengi krónunnar bæði hækkað og lækkað en áður var aðallega um að ræða lækkanir á genginu, oftast í stórum stökkum með gengisfellingu“, sagði Björn R. Guðmundsson en hann kom víða við í umræðu sinni um stöðu krónunnar.
„Útrás íslenskra fyrirtækja hefur gengið mjög vel og mörg þeirra eru orðin mjög sterk. Þetta hefur haft mest áhrif á hækkun hlutabréfa hér á landi.
En hvað skiptir mestu máli í hlutabréfakaupum?
„Stærsta atriðið er hvenær maður kemur inn, hvenær maður kaupir“, sagði Edda Rós sem svaraði líka spurningunni um hvort snögg breyting á gengi krónunnar myndi hafa áhrif á hlutabréfavísitöluna. Svarið: Ekki neikvæði áhrif“, sagði Edda Rós Karlsdóttir, Keflavíkurmær.
Nánar er fjallað um málið í Víkurfréttum á fimmtudag.
Mynd: Björn R. Guðmundsson, hagfræðingur í pontu en hann fjallaði um stöðu krónunnar
.