Krókskotstún og Landakotstún verði verndarsvæði í byggð
Lögð hefur verið fram til kynningar skýrsla um verndarsvæði í byggð í Sandgerði en skýrslan fjallar um Krókskotstún og Landakotstún. Íbúum gefst kostur á að kynna sér efni skýrslunnar og koma með ábendingar og athugasemdir ef svo ber undir.
Á vef sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis eru íbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að kynna sér þetta áhugaverða efni sem tekið hefur verið saman og birt á síðunni en tengla á efnið má sjá bæði hér og hér.
Tekið er á móti athugasemdum og ábendingum á netfangið [email protected]