Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kröfum B lista vísað frá á fjölmennum fundi VS
Félagsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurnesja koma til fundar í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 13. apríl 2018 kl. 10:38

Kröfum B lista vísað frá á fjölmennum fundi VS

Kröfum um framlengingu skilafrests á framboðsgögnum til allsherjarkosningar í Verslunarmannafélagi Suðurnesja var vísað frá á fjölmennum félagsfundi í VS sem fram fór í Hljómahöll í gærkvöldi. Greidd voru atkvæði á fundinum um frávísun á kröfum B lista. Frávísunin var samþykkt með 80 atkvæðum gegn 66.
 
Talsverður hiti var í fundinum þar sem m.a. var tekist á um hver ætti að fara með fundarstjórn. Þá kom fram krafa um að fundurinn færi fram á ensku.
 
„Takk kæru félagsmenn í VS. Stuðningur ykkar í kvöld sýndi að ykkur er annt um félagið ykkar. Stöndum saman um að bæta það til hagsbóta fyrir okkur öll,“ skrifaði Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja á Facebook eftir að fundinum lauk.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024