Kröftugur regnbogi í Keflavík
Einar Guðberg Gunnarsson er duglegur að munda myndavélina þegar hann sér eitthvað sérstakt í náttúrunni. Hann eins og svo margir aðrir tóku eftir þessum kröftuga regnboga yfir Keflavík í gær. Um tíma var regnboginn tvöfaldur. Einar tók meðfylgjandi myndir á símann sinn og sagðist í samtali við blaðamann hafa blótað því mjög að hafa ekki haft betri myndavél við höndina í þetta skiptið.
Einar tók myndir nú í vikunni af háflóði í Keflavíkurhöfn sem þúsundir lesenda hafa skoðað hér á vef Víkurfrétta.