Kröftugir skjálftar eftir miðnætti
Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið nú uppúr miðnætti með upptök nærri Grindavík. Þegar þetta er skrifað eru þeir allir óyfirfarnir af vísindafólki Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálftinn , sem varð kl. 00:12 er sagður hafa verið M4,3.
Þegar klukkan var 00:02 varð skjálfti sem sagður er hafa verið M3,6 og þá varð skjálfti sem er sagður hafa verið M3,9 þegar klukkan var 00:13.
Enn er beðið eftir því að réttar upplýsingar um skjálftana verði birtar á vef Veðurstofu Íslands.
Það er ljóst að skjálftinn fannst vel í Grindavík og víðar á Suðurnesjum og ljóst að fólki er ekki rótt.