Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Króatarnir farnir úr landi
Þriðjudagur 28. maí 2013 kl. 14:28

Króatarnir farnir úr landi

Tuttugu og sjö króatískir flóttamenn sem Útlendingastofnun synjaði um hæli hér á landi fóru með flugi til Zagreb nú í hádeginu. Fólkið gisti allt í Reykjanesbæ. Þrjár fjölskyldur úr hópi Króata sem óskuðu eftir hæli urðu þó eftir þar sem króatísk stjórnvöld vildu ekki taka við þeim þar sem annar makinn hafði ekki króatískt vegabréf. Einhverjir í hópnum hafa áfrýjað niðurstöðu Útlendingastofnunar til innanríkisráðuneytisins og liggur niðurstaða í þeim ekki enn fyrir. Ráðuneytið úrskurðaði hins vegar að Króötunum væri ekki heimilt að vera hér á landi á meðan unnið væri í málum þeirra, segir í frétt á mbl.is.

Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sér um frávísun fólksins og fara fulltrúar hennar með hópnum út. Þá er læknir um borð í vélinni auk fulltrúa frá Mannréttindaskrifstofu Íslands.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024