Kristnihátíðin haldin í Reykjaneshöll 2. apríl
Víða um land fagna menn nú 1000 ára kristnitöku með ýmsum hætti. Í Kjalarnessprófastsdæmi eru haldnar fimm stórhátíðir þ.e. í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Vestmannaeyjum. Kristnihátíðin í Garðabæ var haldin í lok janúar s.l. en næsta hátíð verður haldin sunnudaginn 5. mars í Mosfellsbæ.Á liðnum vetri voru skipaðar fimm þriggja manna nefndir, ein á hverju svæði, til að annast undirbúning og skipuleggja dagskrá í tengslum við kristnihátíðarnar. Á Suðurnesjum var ákveðið að halda sameiginlega kristnihátíð sóknanna á Suðurnesjum sunnudaginn 2. apríl n.k. í Reykjaneshöllinni. Að hátíðinni standa sveitarfélög á Suðurnesjum og Kjalarnessprófastsdæmi.Á hátíðinni flytur forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson ávarp, þá verður Reykjaneshöllin formlega blessuð, ennfremur verður leitast við að höfða til allra aldurshópa með fjölbreyttri dagskrá. Meðal efnis verða tónleikar með landsfrægum tónlistamönnum, hátíðarmessa og einnig verður boðið upp á fjölbreytta fjölskylduskemmtun þar sem fram koma fjölmargirlistamenn af Suðurnesjum.Ákveðið hefur verið að allar sóknir prófastssdæmisins fagni þessum merku tímamót hver með sínum hætti. Í Útskálasókn verður Sívertsen-hátíð haldin 19. mars n.k. þar sem minnst verður hins merka kennimanns sr. Sigurðar Br. Sívertsen sem þjónaði í Útskálaprestakalli á nítjandu öld. Í Hvalsnessókn verður Hallgrímshátíð haldin 9. apríl til minningar um trúarskáldið sr.Hallgrím Pétursson. Báðar þessar hátíðir hefjast með hátíðarguðsþjónustu klukkan 13:30.Markmiðið er að að virkja sem flesta unga sem aldna til þátttöku á þessum menningar- og trúarhátíðum sóknanna á þessum einstöku tímamótum í sögu kirkju og þjóðar.Björn Sveinn Björnsson,sóknarprestur íÚtskálaprestakalli