Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kristján Gunnarsson: verið að höggva í mjög rótgróinn hóp
Fimmtudagur 29. janúar 2004 kl. 15:38

Kristján Gunnarsson: verið að höggva í mjög rótgróinn hóp

Allir þeir 28 starfsmenn sem sagt var upp störfum hjá Íslenskum Aðalverktökum í dag eru félagar í Sjómanna- og verkalýðsfélagi Keflavíkur og nágrennis. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar formanns VSFK eru uppsagnirnar sorgleg staðreynd. „Þessar uppsagnir koma sér afar illa í því erfiða atvinnuástandi sem hér er og með þessum uppsögnum er verið að höggva í mjög rótgróinn hóp fólks sem eiga sér langan starfsaldur. Á Suðurnesjum eru rúmlega 400 einstaklingar atvinnulausir og þar af eru rúmlega helmingur af því fólk hjá okkur, “ sagði Kristján Gunnarsson í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024