Kristján Gunnarsson: frekari uppsagna að vænta innan varnarliðsins
Búast má við enn frekari uppsögnum Íslenskra starfsmanna varnarliðsins á næstunni. Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis segir það mat sitt eftir viðtöl við forsvarsmenn varnarliðsins síðustu daga að fleiri verði sagt upp störfum. „Ég met það svo eftir þessar viðræður að gripið verði til enn frekari uppsagna en komið er. Við höfum gengið hart að þeim við að fá svör um hvort frekari uppsagna sé að vænta og þeir hafa hvorki játað því né neitað,“ sagði Kristján í samtali við Víkurfréttir.
Mikils titrings gætir meðal Íslenskra starfsmanna hjá varnarliðinu og segir Kristján að starfsandinn innan vallarins sé mjög slæmur. „Ég veit til þess að það eru starfsmenn í atvinnuleit, án þess þó að vera með uppsagnarbréf í höndunum. Það eru allir skíthræddir um að verða sagt upp.“
Mikils titrings gætir meðal Íslenskra starfsmanna hjá varnarliðinu og segir Kristján að starfsandinn innan vallarins sé mjög slæmur. „Ég veit til þess að það eru starfsmenn í atvinnuleit, án þess þó að vera með uppsagnarbréf í höndunum. Það eru allir skíthræddir um að verða sagt upp.“