Kristinn Þór ráðinn til Reykjanesbæjar
Kristinn Þór Jakobsson hefur verið ráðinn innkaupastjóri Reykjanesbæjar. Hann mun ganga til liðs við öfluga leiðsheild starfsmanna bæjarins með haustinu. Kristinn Þór lauk viðskiptafræði Cand.Oecon frá Háskóla Íslands 2001 og M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun árið 2012.
Kristinn hefur mikla reynslu af störfum við innkaup og hefur s.l eitt og hálft ár starfað sem rekstrarstjóri/innkaupastjóri eldhúss, lagers og matsölu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Þar að auki starfaði hann í fimm ár sem deildarstjóri innkaupa og vöruþróunar hjá IGS á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur því víðtæka reynslu af innkaupum.