Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kristinn Harðarson nýr framkvæmdastjóri hjá HS Orku
Þriðjudagur 12. janúar 2021 kl. 10:22

Kristinn Harðarson nýr framkvæmdastjóri hjá HS Orku

Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Kristinn starfaði áður sem forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku Náttúrunnar en þar áður starfaði hann í 14 ár sem framkvæmdstjóri hjá Alcoa bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Kristinn er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá DTU í Danmörku auk B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands. Hann mun stýra allri framleiðslu HS Orku í jarðvarmavirkjununum í Svartsengi og á Reykjanesi auk vatnsaflsvirkjunarinnar á Brú í Tungufljóti. Þá er hafin stækkun á virkjuninni á Reykjanesi um 30 MW sem áætlað er að komi í rekstur í lok árs 2022.
Kristinn er kvæntur Hildi Briem og saman eiga þau þrjú börn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það er mikið gleðiefni að fá Kristinn til liðs við HS Orku. Hann er gríðarlega reynslumikill stjórnandi með víðfeðma þekkingu á rekstri. Hann kemur með ferska sýn á verkefnin og ég er sannfærður um að hann mun reynast okkur öflugur liðsstyrkur,“ segir Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku.

HS Orka hefur verið leiðandi í framleiðslu á endurnýjanlegri orku í 45 ár. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu á sínu sviði. Fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið Svartsengi og Reykjanesvirkjun auk einnar vatnsaflsvirkjunar í Brúará í Tungufljóti. Fyrirtækið er að hefja vinnu við stækkun Reykjanesvirkjunar um 30 MW. Nýsköpun og frjó hugsun hefur ætíð verið grunnurinn í starfsemi fyrirtækisins og er grunnurinn að Auðlindagarðinum, þar sem áhersla er lögð á að allir auðlindastraumarnir séu nýttir.