Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kristín María, oddviti G-listans í Grindavík: „Mikil hamingja í okkar herbúðum“
Sunnudagur 30. maí 2010 kl. 00:11

Kristín María, oddviti G-listans í Grindavík: „Mikil hamingja í okkar herbúðum“


„Við erum rosalega glöð og erum bara að átta okkur á þessu þessa stundina. Við stefndum að því að ná inn tveimur mönnum. Okkur þótti það raunhæft mat og við erum tvímælalaust sigurvegarar þessara kosninga í Grindavík, - nýtt framboð með þetta mikið atkvæðamagn á bak við sig, það getur ekki annað en talist gott. Það er að vonum mikil hamingja í okkar herbúðum,“ sagði Kristín María Birgisdóttir, oddviti G-lista í Grindavík eftir að úrslit kosninganna þar lágu fyrir í kvöld.

–Er fólk farið að hringja sín á milli um meirihlutasamstarf?

„Ja, það er nú bara eins og gengur og gerist. Fólk hefur eitthvað verið að tala saman en við vorum ákveðin í því að gefa ekki neitt út í þeim efnum fyrir en búið væri að telja upp úr kjörkössunum og ljóst væri hverjir hefðu umboðið. Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur umboð til meirihlutamyndunar. Þeir eru byrjaðir í einhverjum viðræðum en ekki við okkur.“



Mynd/Kristín María Birgisdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024