Kristín kjörin formaður Sjálfstæðisfélags Grindavíkur
Kristín Gísladóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisfélags Grindavíkur á aðalfundi félagsins mánudaginn þann 28. febrúar. Aðrir í stjórn eru Baldur Pálsson, Guðbjörg Eyjólfsdóttir, Heiðar Hrafn Eiríksson, Jóhanna Sævarsdóttir, Katrín Sigurðardóttir og Kjartan Fr. Adólfsson.
Góð mæting var á fundinn og voru nokkrar tillögur samþykktar samhljóða en þær hljóðuðu svo:
„ Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur harmar þá ákvörðun stjórnvalda að afnema sjómannaafsláttinn og skorar á þau að endurskoða ákvörðun sína.“
„ Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur hafnar fyrningarleið og hvetur ríkisstjórnina til að fara eftir niðurstöðu sáttanefndar sem hún sjálf skipaði.“