Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Krissi lögga með fyrirlestur í Háaleitisskóla
Mánudagur 2. október 2017 kl. 07:00

Krissi lögga með fyrirlestur í Háaleitisskóla

- Heilsu og forvarnarvikan hefst í dag

Nóg er um að vera í Heilsu og forvarnarvikunni í Reykjanesbæ í dag og hér að neðan eru nokkrir viðburðir sem munu fara fram í dag.

Kristján Freyr lögreglumaður sem er betur þekktur sem Krissi lögga kemur í Háaleitisskóla fyrir hádegi í dag og verður með fræðslu um útivistarreglur, umferðarreglur og ýmsu sem tengist notkun hjóla fyrir skólastigin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sporthúsið er með opið hús fyrir alla í Heilsu og forvarnarvikunni, nánari upplýsingar um opna hóptíma og opnunartíma má finna á heimasíðu Sporthússins.

Lífsstíll verður með opna heilsuviku og er frír aðgangur í alla opna tíma sem og tækjasal.

Eldri borgarar bjóða upp á Billiard í Virkjun Ásbrú kl. 9 og leikfimi fyrir eldri borgara er á Nesvöllum kl. 10.

María Olsen býður upp á jóga kl. 12:15 á Nesvöllum.

Nánari upplýsingar um viðburði dagsins má finna hér.