Krían komin í Garðinn
Krían er komin í Garðinn. Stór hópur af kríum sást í kvöld við Kríuland í Garði, hvar annarsstaðar. Krían hefur í gegnum tíðina átt stór og mikil varplönd í heiðinni ofan við byggðina í Garði og hin síðari ár nýtt sér afgirt og vernduð svæði, m.a við Ásgarð.
Á síðasta sumri hrundi kríuvarpið hér á Suðurnesjum. Þá lenti krían í vandræðum með fæðu en sílið, sem er ofarlega á vinsældalista kríunnar yfir fæðu, reyndist of stórt og því ekki hægt að fóðra ungviðið með því.
Vonandi að krían braggist í sumar, þó svo hún sé ekki beint vinalegur fugl, því skapillar kríur hafa oft blóðgað tvífætlinga sem eru að flækjast í varplandinu.