Krían fái frið
Nágrannar kríuvarpsins í Garðinum hvetja til þess að fólk láti af því þetta árið að ræna kríuvarpið. Varpið brást í fyrrasumar vegna þess að fæðu fyrir ungana vantaði. Nú virðist fæðan vera í lagi en þá er farið að bera á því að ekið sé á stórum jeppum upp um heiðina ofan við byggðina í Garði til að ræna kríuna. Fólk er varla svo aðframkomið af hugri að það geti ekki látið kríuvarpið vera, því ef varpið verður eyðilagt, þá endar það með því að kían fer annað.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson