Krían er komin til Suðurnesja
Krían er komin til Suðurnesja. Starfsmaður Víkurfrétta heyrði kríugargið um miðjan dag í gær norðarlega í Keflavík.Lóan hefur einnig verið að spóka sig í Keflavík og það hefur tjaldurinn einnig gert. Það er því óhætt að segja að sumarið sé komið þó svo enn sé von til þess að nokkur snjókorn falli miðað við veðurástand á norðurlandi.