Kría kemur ungum á legg við Stekkjarkot
Kríuvarp er að heppnast við Stekkjarkot á Fitjum í Reykjanesbæ. Þar hefur kría komið ungum á legg samkvæmt upplýsingum frá bæjarbúa sem fylgst hefur með kríuvarpinu. Ástandið sé hins vegar viðkvæmt á svæðinu því mávurinn sýnir kríuvarpinu áhuga.
Snemma í sumar fylgdist bæjarbúinn með því þegar karlfuglinn bar síli í kerlu sína í Fjörunni á Fitjum, sem bendir til þess að nægt æti sé á svæðinu. Nú er sílið borið í fleiri munna, því ungarnir í móanum við Stekkjarkot þurfa sitt.
Myndirnar eru úr safni.