Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Krefjast þess að farið sé að leikreglum
Fimmtudagur 17. september 2009 kl. 13:05

Krefjast þess að farið sé að leikreglum


„Sú aðferð sem bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar viðhöfðu við að svara bréfi frá ráðherra í ríkisstjórn Íslands er sennilega einsdæmi og algerlega óviðunandi,“ segir Guðbrandur Einarsson, oddviti A-listans, í bókun sem hann lagði fram fyrir hönd minnihlutans á bæjarráðsfundi í morgun. Tilefnið er svarbréf Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, og Böðvars Jónssonar, formanns bæjarráðs, við bréfi sem Katrín Júlíussdóttir sendi bæjaryfirvöldum í síðustu viku vegna samnings bæjarins við HS Orku um nýtingarétt á auðlindum í eigu bæjarfélagsins.

Guðbrandur segir að bréfið hafi verið stílað á bæjarstjórann í Reykjanesbæ ásamt bæjarstjórn Reykjanesbæjar og því hafi það átt að koma til afgreiðslu bæjarstjórnar.

„Af þeirri ástæðu einni sætir það furðu að formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar skuli telja sig hafa heimild til þess að bregðast við þessu bréfi áður en bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi verið gefin kostur á að fjalla um það eins og hann gerði í tölvupósti til ráðherra þann 10. september sl. sem einnig var sendur öðrum bæjarfulltrúum.
Við sem sitjum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hljótum að gera þá kröfu að farið sé að leikreglum við stjórn sveitarfélagsins. Kjörnir fulltrúar geta að sjálfsögðu skrifað allar þær pólítísku greinar sem þá lystir en gera verður þá kröfu til bæjarstjóra og formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar að þeir láti hlutina gerast í réttri röð,“ segir ennfremur í bókuninni sem Eysteinn Jónsson skrifar undir ásamt Guðbrandi.

Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs, segir að bréf iðnaðarráðherra hafi verið skrifað í kjölfar greinar bæjarstjóra og formanns bæjarráðs. Það hafi birst í fjölmiðlum og fengið umfjöllun af hálfu ráðherra bæði í blöðum og sjónvarpi, þrátt fyrir að hafa ekki borist á skrifstofu sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í bókun sem Böðvar lagði fram í bæjarráði í morgun en í henni segir ennfremur:

„Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs svöruðu athugasemdum ráðherra fyrir sitt leyti í kjölfar umræðu ráðherra en bréfið er formlega til meðferðar í bæjarráði nú, sem er fyrsti fundur bæjarráðs eftir að bréfið barst með formlegum hætti.
Eins og fram kemur í grein bæjarstjóra og formanns bæjarráðs hefur Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þegar samþykkt tillögu þess efnis að Reykjanesbær sé tilbúinn til viðræðna um samning sveitarfélagsins og HS Orku að því gefnu að slík endurskoðun leiði ekki til óhagstæðari niðurstöðu fyrir Reykjanesbæ en þeir samningar sem nú eru í gildi.“

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mynd úr safni - Frá bæjarstjórnarfundi í Grindavík.