Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Krefjast íbúakosningu um raflínur verði farið gegn vilja bæjarbúa
Fimmtudagur 21. ágúst 2008 kl. 14:59

Krefjast íbúakosningu um raflínur verði farið gegn vilja bæjarbúa

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Undirskriftir 350 íbúa í Vogum voru afhendar bæjarstjóra í morgun en með því eru bæjaryfirvöld hvött til þess efna til íbúakosningu ætli þau sér að fara gegn vilja íbúafundar og áliti umhverfisnefndar um fyrirhugaðar háspennulínur í landi sveitarfélagsins. Hátt í  helmingur kosningabærra manna í Vogum hafði skrifað undir listann.

„Á íbúafundi í Vogum þann 20. júní  2007 kom fram skýr vilji bæjarbúa um að línumannvirki sem þarf að leggja um land sveitarfélagsins meðfram Reykjanesbraut verði sett í jarðstreng en ekki í loftlínu. 
Rök  hafa legið að því síðustu misseri að meirihluti bæjarstjórrnar Sveitarfélagsins Voga ætli sér að fara gegn vilja íbúarfundar.  Við söfnuðum því undirskriftum kosningabærra manna í sveitarfélaginu í því skyni að knýja fram íbúaskosningu ef meirihlutinn ætlaði sér að ganga gegn vilja íbúafundarins,“ segir í yfirlýsingu sem afhent var með undirskriftalistunum.

Í henni er jafnframt vitnað í álit umhverfisnefndar sveitarfélagsins en þar leggur nefndin til að öllum fyrirliggjandi valkostum Landsnets um loftlínur verði hafnað „með framtíðarhagsmuni íbúa Sveitarfélagsins Voga og náttúruvernd í huga,“ eins og segir í álitinu. „Nefndin álítur að svo miklar raflínur muni spilla ásýnd lands okkar og hefta möguleika til atvinnusköpunar, útivistar og annarrar landnýtingar til frambúðar. Ekki verður heldur séð að þörf sé fyrir svo stór, og afkastamikil mannvirki jafnvel þó virkjanir stækki og jafnvel þó 250.000 tonna álver yrði byggt í Helguvík,“ segir þar ennfremur.


VF-mynd/elg: Jón Elíasson afhenti Róberti Ragnarsyni, bæjarstóra í Vogum, undirskriftalistana í morgun.