Krefjast áætlunar um hreinsun á flaki Guðrúnar Gísladóttur KE við Noreg
Yfirvöld í Lofoten í Noregi hafa gefið útgerð Guðrúnar Gísladóttur KE frest til 25. júlí til að leggja fram áætlun um hvernig tæma á olíu og fisk úr flakinu sem liggur á 40 metra dýpi á hafsbotni. Áætlað er að tæp 400 tonn af olíu séu í skipinu. 60.000 eldislaxar í sjókvíum eru í hættu vegna hugsanlegs olíuleka frá Guðrúnu. Ef olía kemst í fiskinn er hann ónýtur en fólk hefur talið sig finna lykt af dísel-olíu í fjörum á svæðinu.
Bæði útgerðin og tryggingarfélagið segja að ekki svari kostnaði að bjarga skipinu en verið er að reyna að selja flakið á hafsbotni, segir í frétt Ríkisútvarpsins í morgun.
Bæði útgerðin og tryggingarfélagið segja að ekki svari kostnaði að bjarga skipinu en verið er að reyna að selja flakið á hafsbotni, segir í frétt Ríkisútvarpsins í morgun.