Krefjast 40 milljóna kr. af Sandgerðisbæ
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. á Keflavíkurflugvelli hefur krafið Sandgerðisbæ um endurgreiðslu 40 milljóna kr. vegna ofgreidds fasteignaskatts og höfðað mál vegna þess fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Sandgerðisbær hefur innheimt fasteignaskatta af flugstöðvarbyggingunni sem er innan bæjarmarka Sandgerðis á grundvelli fasteignamats sem Fasteignamat ríkisins gefur árlega út. Matið var hins vegar ranglega hækkað árið 1989 og hefur verið 37% of hátt þar til endurmat var framkvæmt á síðasta ári.
Flugstöðin hefur krafið Sandgerðisbæ um endurgreiðslu vegna ofgreiddra gjalda á árunum 1989 til 2000 en eldri gjöld eru fyrnd. Krafa flugstöðvarinnar nemur um 40 milljónum króna.
Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun.
Flugstöðin hefur krafið Sandgerðisbæ um endurgreiðslu vegna ofgreiddra gjalda á árunum 1989 til 2000 en eldri gjöld eru fyrnd. Krafa flugstöðvarinnar nemur um 40 milljónum króna.
Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun.