Krefjandi tímar framundan - 17% atvinnuleysi - segir Kjartan Már
„Það eru krefjandi tímar fram undan, við vitum það öll. Í Reykjanesbæ mælist nú 17% atvinnuleysi sem er það mesta á landinu. Ég er sannfærður um að við komumst í gegnum þetta saman og munum ná okkur á strik fyrr en síðar. Undirbúningur við að reisa okkar góða samfélag við er þegar hafinn og erum við í samstarfi við fjölmarga góða aðila í því krefjandi verkefni. Á næstunni mun ég senda frá mér reglulega pistla til að upplýsa um stöðu mála og þau framtíðaráform sem eru á teikniborðinu,“ segir Kjartan Már meðal ananrs í pistli á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Hér má lesa pistil bæjarstjóra.