Kranastjórinn hátt uppi
Því hefur verið haldið fram af byggingaverkamönnum að kranastjórar séu ákveðinn þjóðflokkur. Þeir sitja oftast einir í nokkurra tuga metra hæð og segja kunnugir að þegar þeir koma niður á jörðina eftir langa veru í krananum hafi þeir haft tækifæri til að hugsa ýmis þjóðfélagsmál og láta þá yfirleitt móðan mása. Torfi Magnússon einn af kranastjórunum á virkjunarsvæðinu á Reykjanesi líður vel hátt uppi í krananum.
Torfi segir að það sé ekki fyrir lofthrædda menn að starfa í 35 metra hæð í krananum. Hann segir að starfið venjist þokkalega. „Þetta er misleiðinlegt en ég hef gaman af þessu," segir Torfi og veðrið uppi í krananum getur verið slæmt. „Jú, það getur verið helvíti slæmt. Það er oft smá veltingur en notalegt samt.
Byggingarkranarnir gegna mikilvægu hlutverki á byggingarsvæðum, það væri hreinlega ekki hægt að reisa byggingarnar án krananna. Torfi er nánast stanslaust í hífingum fyrir kallana niðri. „Maður fær nú samt smá frí svona inn á milli og þá notar maður tímann til að líta í bók eða hlusta á geisladisk. Það er ágætt."
Torfi segir að það sé ekki fyrir lofthrædda menn að starfa í 35 metra hæð í krananum. Hann segir að starfið venjist þokkalega. „Þetta er misleiðinlegt en ég hef gaman af þessu," segir Torfi og veðrið uppi í krananum getur verið slæmt. „Jú, það getur verið helvíti slæmt. Það er oft smá veltingur en notalegt samt.
Byggingarkranarnir gegna mikilvægu hlutverki á byggingarsvæðum, það væri hreinlega ekki hægt að reisa byggingarnar án krananna. Torfi er nánast stanslaust í hífingum fyrir kallana niðri. „Maður fær nú samt smá frí svona inn á milli og þá notar maður tímann til að líta í bók eða hlusta á geisladisk. Það er ágætt."