Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Krakkarnir segja auðvelt að komast inn í húsnæðið sem brann
Mánudagur 8. júlí 2002 kl. 10:45

Krakkarnir segja auðvelt að komast inn í húsnæðið sem brann

Íbúar í nágrenni Bakkavarar við Framnesveg í Keflavík, þar sem eldur kom upp um helgina, segjast oft hafa horft á eftir ungmennum fara inn í húsnæðið þar sem eldurinn braust út. Krakkarnir í hverfinu segja það mjög auðvelt að komast inn í húsið.Eins og sést á meðfylgjandi ljósmynd klifra krakkarnir upp þessi rör utan á byggingunni og hafa þannig komist af þakinu inn á efri hæðir hússins. Það var síðan fyrir ógætilegan leik með eld sem allt fór úr böndunum um helgina og eldur braust út í því rými sem börn og ungmenni hafa gert af afdrepi sínu í óleyfi.

VF-mynd: Guðjón Kjartansson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024