Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Krakkar úr Heiðarskóla fá verðlaun
Mánudagur 7. mars 2005 kl. 15:33

Krakkar úr Heiðarskóla fá verðlaun

Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna gengst fyrir árlega eldvarnarátaki en það fer fram í síðustu viku nóvember á hverju ári, þetta átak er gert í samvinnu við slökkviliðin og skólana um allt land þannig að mjög margir aðilar koma að þessu.

LSS veitir verðlaun og er dregið úr réttum svörum sem berast skrifstofu LSS og síðan sjá slökkviliðsmenn um að afhenda verðlaunin. Að þessu sinni fengu 23 börn víðsvegar um landið verðlaun og þar af tvö börn úr Reykjanesbæ og bæði voru þau í Heiðarskóla.

Þau heita Bríet sif Hinriksdóttir, Heiðarbraut 7D, og Einar Ingi Kristmundsson, Suðurgarði 3. Þau hlutu vegleg verðlaun sem samanstóðu af Viðurkenningarskjali, Ferðageislaspilara og reykskynjara.

 

VF-Mynd: Bríet og Einar taka við verðlaununum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024