Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Krakkakosningar á leikskólanum Laut
Miðvikudagur 16. maí 2018 kl. 10:32

Krakkakosningar á leikskólanum Laut

Leikskólinn Laut í Grindavík ákvað að efna til kosninga í vikunni en sveitastjórnarkosningar nálgast. Krakkarnir á Laut voru þó ekki að kjósa um flokka eða um það hver kæmist í bæjarstjórn, þau kusu um sinn uppáhalds mat. Prófkjör fór fram fyrir lokakosninguna og hvert og eitt barn fékk að segja frá sínum uppáhalds mat eða rétti, niðurstöður voru síðan teknar saman á hverri heimastofu og valdir 3-5 réttir sem fengu flest atkvæði heimastofunnar lenti á kjörseðlunum en þeir voru myndrænir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver heimastofa útbjó síðan sinn kjörkassa og í sumum stofum voru kjörklefar. Þegar allir voru búnir að kjósa voru atkvæði talin en þau voru sett myndrænt á blað í stöplariti og þannig var hægt að sjá hvaða réttur fékk flest atkvæði. Engin heimastofa á Laut var með sömu niðurstöðurnar en Hlíð kaus pítu, Hagi pylsu, Eyri hamborgara, Múli grjónagraut og Garðhús pítsu.

Þegar niðurstöður kosningarinnar komu í ljós var farið með þær í eldhúsið og munu þessir réttir vera í matinn á Laut í maí og júní. Á Facebbok síðu Lautar segir að með þessu geti þau með sanni sagt að þau séu að vinna í aðalnámskrá leikskóla sem og námskrá Lautar, þar sem að einn grunnþáttur menntunar sé einmitt lýðræði og mannréttindi.