Kraftur þakkar fyrir sig
Perlað var með Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra, þann 30. september síðastliðinn. Perlað var í Reykjanesbæ og var góð mæting á viðburðinn og margir mættu, perluðu armbönd og létu gott af sér leiða.
Nettó, Kaffitár og Krabbameinsfélag Suðurnesja lögðu viðburðinum lið, hvert á sinn hátt. Veitingar voru í boði Nettó og Kaffitárs og Krabbameinsfélag Suðurnesja útvegaði sal fyrir viðburðinn. Kraftur vill þakka Nettó, Kaffitári og Krabbameinsfélagi Suðurnesja kærlega fyrir og einnig öllum þeim sjálfboðaliðum sem mættu og perluðu af krafti, án þeirra hefði þetta ekki tekist svona vel.
Meðfylgjandi eru myndir frá þessum skemmtilega degi.