Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kraftur perlar á Suðunesjum
Mánudagur 25. september 2017 kl. 10:26

Kraftur perlar á Suðunesjum

- allir geta tekið þátt

Kraftur stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra ætlar að perla með Suðurnesjum laugardaginn 30. september næstkomandi. Perlað verður í húsakynnum Rauða krossins að Smiðjuvöllum við Iðavelli á milli kl. 13-17.

Armböndin sem perluð verða eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru auðveld í samsetningu svo að allir geta tekið þátt, ungir sem aldnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Óskað er eftir kröftugum sjálfboðaliðum til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni, öll armböndin eru perluð í sjálfboðavinnu og því er mikil hugsjón á bakvið hvert armband. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts.

Sjálfboðaliðar geta komið á milli kl. 13-17 á laugardaginn í Rauðakrosshúsið og perlað með Krafti, heitt verður á könnunni.