Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kraftur í byggingu Stapaskóla
Framkvæmdir við fyrsta áfanga standa nú yfir en gert er ráð fyrir að kennsla hefjist í skólanum haustið 2020. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 27. júní 2019 kl. 12:54

Kraftur í byggingu Stapaskóla

Það er kraftur í byggingaframkvæmdum við Stapaskóla og þessi nýjasta skólabygging Reykjanesbæjar rís hratt þessa dagana.

Stapaskóli verður heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 2 til 16 ára sem er að rísa í Dalshverfi. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framkvæmdir við fyrsta áfanga standa nú yfir en gert er ráð fyrir að kennsla hefjist í skólanum haustið 2020.

Ljósmyndari Víkurfrétta flaug dróna yfir framkvæmdasvæðið í vikunni en þá var svona umhorfs á byggingastaðnum. VF-mynd: Hilmar Bragi