Kraftmikill löggubíll
Lögreglan í Keflavík hefur fengið nýjan lögreglubíl, Opel Omega 2000. Bíllinn er að sögn lögreglumanna, óvenju rúmgóður og uppfyllir helstu öryggisskilyrði. Hann er einnig mjög kraftmikill og lipur.Fyrir tveimur árum síðan var tekið upp nýtt rekstrarfyrirkomulag á lögreglubifreiðum um allt land. Nú leigja embætti á hverjum stað, bílana af embætti ríkislögreglustjóra og borga þá ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kílómetra og sérstakt leigugjald.Að sögn Karls Hermannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Keflavík, lítur út fyrir að þetta leigukerfi verði embættinu nokkuð dýrt í ár. „Kostnaður var aðeins lægri í fyrra og það má kannski segja að reynsla sé ekki enn komin á þetta kerfi. Nú er verið að endurnýja bíla í öllu landinu og ég vona auðvitað að til lengri tíma litið lækki þessi rekstrarkostnaður.