Krafa Norðmanna kemur útgerðinni í opna skjöldu
Krafa norskra stjórnvalda, að fjarlægja flak frystiskipsins Guðrúnar Gísladóttur, kemur útgerðinni í opna skjöldu. Stjórnvöld segja að flakið, sem liggur undan strönd Norður-Noregs, eigi að vera farið fyrir 15. október nk. Útgerðin telur um misskilning að ræða. Útgerðin hafð ekki fyrr frétt af þessum kröfum, segir Sigmar Björnsson útgerðarmaður skipsins. Hann sagði við fréttastofu Bylgjunnar að allt hefði verið í rólegheitum í kringum þetta mál. Hann kvaðst strax eftir hádegisfréttir hafa haft samband við lögmenn sína í Noregi. Þeir teldu helst til um misskilning að ræða og í raun hefðu umhverfisyfirvöld verið að taka sér lengri frest til að ljúka umfjöllun sinni um málið. Áætlað var að þeirri umfjöllun lyki fyrir 15. október.
Áður hefur útgerðin fengið fyrirmæli um að fjarlægja olíu úr flakinu og er unnið að undirbúningi þess. Sigmar sagði að ef nýjustu fréttir væru réttar færu menn tæpast fyrst að dæla olíu úr skipinu og svo að lyfta flakinu af hafsbotni.
Texti: Vísir.is - mynd frá norskum fjölmiðlum
Áður hefur útgerðin fengið fyrirmæli um að fjarlægja olíu úr flakinu og er unnið að undirbúningi þess. Sigmar sagði að ef nýjustu fréttir væru réttar færu menn tæpast fyrst að dæla olíu úr skipinu og svo að lyfta flakinu af hafsbotni.
Texti: Vísir.is - mynd frá norskum fjölmiðlum