Krabbi á leikskólanum Gimli
Krakkarnir á leikskólanum Gimli ráku upp stór augu þegar Halldór Logi, einn nemandi kom með lifandi krabba í skólann. Pabbi Halldórs er sjómaður og kom hann færandi hendi með krabbann af sjónum. Drengirnir á Ásgarði voru að vonum mjög glaðir og áhugasamir um þetta sjávardýr. Krabbinn fór auðvitað í skoðunarferð um allan skólann og fengu börnin á öllum kjörnum að berja hann augum – og áhuginn var mikill.
Myndin: Strákarnir voru mjög áhugasamir um krabbann sem sést á myndinni. Það þurfti stóran bala til að hann kæmist fyrir.