Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 24. júní 2002 kl. 14:22

Krabbameinshlaupið gekk vel í miklu blíðviðri

Heilsuhlaup Krabbameinsfélags Suðurnesja sem haldið var sl. fimmtudag heppnaðist mjög vel og var hlaupið/gengið í mjög góðu veðri. Það voru 77 þáttakendur í hlaupinu, þar af 15 manns sem hlupu 7 km í tímatöku. Fyrstur var Klemenz Sæmundsson á tímanum 24.59, annar var Bjarni Kristjánsson á 27.48 og þriðji var Róbert Sigurðsson á 29.42. Fyrst kvenna var Kristjana Gunnarsdóttir á tímanum 31.53, önnur Una Steinsdóttir á 32.54 og þriðja var Guðlaug Sveinsdóttir á 33.02. Fyrstu í 3.5 km. voru Mark Van Der Ende á 12.53 og Ásgerður Bjarkadóttir á 17.48 en allir þáttakendur fengu bol og viðurkenningarpening.

Anna Soffía Jóhannsdóttir lét sig ekki vanta og fór þetta í hjólastól og var mjög gaman að hún skildi vera með.
Þess ná einnig geta að það komu fjórir Ameríkanar og hlupu 7 km. og stóðu sig frábærlega vel og tók Kanasjónvarpið allt upp og sýndu þeir hlaupinu og Krabbameinsfélaginu mikinn áhuga.

Ég vil þakka öllum kærlega fyrir þáttökuna, bæði hlaupurum og starfsfólki, einnig Samkaup fyrir svaladrykk og Íslandsbanda í Keflavík en þeir kostuðu auglýsingar, verðlaunapeninga og gáfu mjög veglega happdrættisvinninga.

Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024