Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Krabbameinsfélag Suðurnesja færði HSS góða gjöf
Fimmtudagur 27. apríl 2017 kl. 06:00

Krabbameinsfélag Suðurnesja færði HSS góða gjöf

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk á dögunum góða gjöf þegar Krabbameinsfélag Suðurnesja færði stofnuninni meðferðarstól ásamt aukahlutum. Stóllinn er á dagdeild sjúkrahússins og verður notaður til lyfjagjafa fyrir krabbameinssjúklinga. Á vef HSS segir að farsvarsfólk stofnunarinnar kunni Krabbameinsfélagi Suðurnesja miklar þakkir fyrir höfðinglega gjöf sem muni koma að góðum notum í þjónustu við íbúa á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur Björnsson, formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, afhenti stólinn á dögunum. Með honum á myndinni eru Halldór Jónsson, forstjóri HSS, Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Bryndís Sævarsdóttir, deildarstjóri D-deildar. Mynd af vef HSS.