Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 10. maí 2004 kl. 16:53

KR-ingar spila við Reynismenn í Sandgerði á morgun

Á morgun þriðjudag. fer fram stórleikur á Sandgerðisvelli.  Þá taka Reynismenn á móti Íslandsmeisturum K.R. í minningarleik um Magnús Þórðarson sem var frumkvöðull í íþróttastarfi í Sandgerði og einn af stofnendum Ksf. Reynis.  Þann 5. mars 2003 voru liðin 100 ár frá fæðingu Magnúsar.  Það er því vel við hæfi að endurvekja þann sið að Reynir og K.R mætist í minningarleik um þennan merka íþróttafrömuð.

K.R.ingar hefja titilvörn sína á heimavelli gegn F.H. laugardaginn 15. maí, en viku fyrr mæta þeir Hafnfirðingunum í úrslitaleik deildarbikarsins.  Barátta Reynismanna í 3. deildinni hefst hins vegar á Sandgerðisvelli laugardaginn 22. maí þegar Drangur kemur í heimsókn.  Það verður forvitnilegt að sjá þessi tvö lið mætast sem væntanlega eiga eftir að vera í toppbaráttunni, annars vegar í efstu deild og hins vegar í þeirri neðstu.  Það er sannarlega ástæða fyrir knattspyrnuáhugamenn að taka forskot á sæluna og kíkja á Sandgerðisvöllinn á þriðjudaginn.

Leikurinn fer fram á Sandgerðisvelli og hefst kl. 19 og mun Kristinn Jakobsson, einn fremsti dómari Íslendinga í dag, dæma leikinn.  Aðgangur er ókeypis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024