Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Köttur og páfagaukur komust heim!
Sunnudagur 16. apríl 2006 kl. 16:34

Köttur og páfagaukur komust heim!

Gulbröndótta læðan sem lýst hefur verið eftir hér á vef Víkurfrétta hefur skilað sér heim eftir að hafa verið saknað í um fjóra sólarhringa. Hún var heil á húfi. Þá hefur páfagaukur sem fannst við Stapann í Njarðvík og endaði í faðmi lögreglunnar einnig ratað til eigenda sinna.

Páfagaukurinn á heima við Brekkustíg í Njarðvík og hefur örugglega haldið að lífið væri betra fyrir utan stofugluggann. Það voru síðan einstaklingar sem fundu gauksa við Stapann sem komu honum til lögreglunnar. Lögreglan lýsti eftir eigendum á vef Víkurfrétta sem varð til þess að dísarpáfagaukurinn er nú kominn heim.

Þá á bara eftir að finna hann Lúlla litla sem nú er lýst eftir á vef Víkurfrétta. Þegar hann finnst geta vonandi allir dýraeigendur haldið gleðilega páska.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024